29. mars 2006 | Íþróttir | 141 orð

Þór/KA tekur sæti ÍBV

SAMEIGINLEGT lið Þórs og KA tekur sæti ÍBV í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar en stjórn KSÍ ákvað að bjóða Akureyrarliðunum að taka sæti ÍBV eftir að liðið dró sig úr keppnum sumarsins og þáðu forráðamenn félagsins það boð.
SAMEIGINLEGT lið Þórs og KA tekur sæti ÍBV í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar en stjórn KSÍ ákvað að bjóða Akureyrarliðunum að taka sæti ÍBV eftir að liðið dró sig úr keppnum sumarsins og þáðu forráðamenn félagsins það boð.

Á síðasta tímabili lék norðanliðið undir merkjum Þórs, KA og KS eins og undanfarin ár. Það sigraði í B-riðli 1. deildarinnar og lék aukaleiki við FH um laust sæti í Landsbankadeildinni þar sem FH hafði betur. Haustið 2004 lék Þór/KA/KS í úrvalsdeildinni þar sem liðið hafnaði í næstneðsta sæti og féll úr deildinni eftir að hafa tapað í aukaleikjum við ÍA um sæti í úrvalsdeildinni.

Niðurröðun leikja í Landsbankadeild kvenna mun haldast óbreytt að mestu leyti en reikna má með minniháttar breytingum.

Liðin sem leika í Landsbankadeild kvenna í sumar verða þessi: Breiðablik, Valur, KR, Stjarnan, Keflavík, FH, Fylkir og Þór/KA.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.