Tíska | Sýningarstúlkur sýna fatnað úr vor- og sumarlínu tískuhönnuðarins Giorgio Armani í Kína nýverið. Armani er um þessar mundir að reyna að hasla sér völl í Kína - stað sem hann segir ávallt hafa verið sér innblástur.

Tíska | Sýningarstúlkur sýna fatnað úr vor- og sumarlínu tískuhönnuðarins Giorgio Armani í Kína nýverið. Armani er um þessar mundir að reyna að hasla sér völl í Kína - stað sem hann segir ávallt hafa verið sér innblástur. "Maður sér það á yfirlitssýningum á verkum mínum að mörg verkin endurspegla kínversk áhrif," sagði hann áður en tískusýningin hófst.

Þá verður bráðum opnuð sýning á yfir 500 skissum úr fórum Armani í Listasafninu í Shanghai.