FERNANDO Alonso, á Renault, sigraði í gríðarlega tíðindasömum ástralska kappakstrinum í Melbourne sem fram fór í gær. Var það 10. sigur Alonso í Formúlu-1. Annar varð Kimi Räikkönen á McLaren og afar óvænt varð Ralf Schumacher á Toyota þriðji.

FERNANDO Alonso, á Renault, sigraði í gríðarlega tíðindasömum ástralska kappakstrinum í Melbourne sem fram fór í gær. Var það 10. sigur Alonso í Formúlu-1. Annar varð Kimi Räikkönen á McLaren og afar óvænt varð Ralf Schumacher á Toyota þriðji. Hvað eftir annað var öryggisbíllinn kallaður út í brautina vegna óhappa og verður mótsins fremur minnst vegna þeirra en spennandi keppni um sigur.

Mjög miklar sviptingar voru í kappakstrinum en meira en helmingur keppenda heltist úr lestinni og lauk því ekki keppni.

Michael Schumacher segir að Ferrariliðið eigi heilmikla heimavinnu óunna eftir ástralska kappaksturinn í Melbourne sem hann kallar helgi sem liðið verði að gleyma sem fyrst. Helgi hörmunganna er báðir bílar liðsins splundruðust á öryggisveggjum.

Kimi Räikkönen hjá McLaren hélt því fram að kappakstri í Melbourne loknum að hann hefði getað slegist um sigur við Fernando Alonso á Renault hefði hann ekki gert mistök við akstur fram úr Jenson Button hjá Honda.