RÉTT eins og síðustu tvö ár verður haldið sérstakt Kerrang!-kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár, en Kerrang! er eitt stærsta og útbreiddasta þungarokkstímarit heims.
RÉTT eins og síðustu tvö ár verður haldið sérstakt Kerrang!-kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár, en Kerrang! er eitt stærsta og útbreiddasta þungarokkstímarit heims. Nú hefur verið staðfest að hin íslenska rokksveit Mínus mun vera í aðalhlutverki kvöldsins ásamt frönsku hljómsveitinni Gojira. Að auki munu sveitirnar Dr. Spock, Sign og Brain Police koma fram.