Francesco Totti
Francesco Totti
ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Francesco Totti hefur hug á því að framlengja samning sinn við ítalska liðið Roma og leiðir að því líkum að hann muni enda feril sinn hjá félaginu.

ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Francesco Totti hefur hug á því að framlengja samning sinn við ítalska liðið Roma og leiðir að því líkum að hann muni enda feril sinn hjá félaginu. Totti er þrítugur og var í ítalska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Þýskalandi s.l. sumar.

Samingur Totti við Roma rennur ekki út fyrr en árið 2011 en hann gerði nýverið 5 ára samning við félagið. "Samningur minn rennur ekki út fyrr en árið 2011 en ég hef sagt forráðamönnum félagsins að ég vilji framlengja þann saming um 2–3 ár," sagði Totti við ítalska íþróttadagblaðið Nr. 10.

"Á meðan ég er við góða heilsu ætla ég að halda áfram að leika knattspyrnu." Totti segir jafnframt að hann ætli sér ekki að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur. "Það er mér ekki eðlislægt að geta þjálfað. Ég hef frekar áhuga á því að vera í stjórn félags eða framkvæmdastjóri," bætti hann við.

Totti hefur leikið með Roma frá tímabilinu 1992-1993. Hann var í aðalhlutverki þegar liðið tryggði sér sigur í ítölsku deildinni 2000–2001 sem var fyrsti sigur liðsins frá árinu 1983.