Um 6.000 Afríkumenn hafa týnt lífi á árinu við tilraunir til að komast yfir hafið til Kanaríeyja sem tilheyra Spáni, að sögn yfirvalda á Spáni. Í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC , segir að 31.

Um 6.000 Afríkumenn hafa týnt lífi á árinu við tilraunir til að komast yfir hafið til Kanaríeyja sem tilheyra Spáni, að sögn yfirvalda á Spáni. Í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC , segir að 31.000 ólöglegir innflytjendur hafi komist alla leið eða sex sinnum fleiri en árið 2005.

Flest ferðast fólkið á litlum trébátum sem eru oftast mjög ofhlaðnir. Strandgæslan reynir að finna bátana í tæka tíð en hún er fámenn og þorri fólksins stígur á land án þess að strandgæslumenn hafi haft afskipti af þeim fyrr en við sjálfa landtökuna. Spánverjar hafa margoft beðið önnur ríki Evrópusambandsins um aðstoð við að stemma stigu við innflytjendastraumnum.

Kanaríeyjar eru einn helsti áfangastaður fátækra Afríkumanna sem reyna að komast til Evrópulanda í von um betra líf og atvinnu. Ekki er vitað með vissu hve margir láta lífið á leiðinni en talið víst að um þúsundir sé að ræða. Næstæðsti maður innflytjendamála á Kanaríeyjum, Froilan Rodriguez, segir að alls hafi fundist um 600 lík á eyjunum og á ströndum nálægra Afríkulanda á árinu en fórnarlömbin séu tíu sinnum fleiri.