ELDUR kviknaði snemma á miðvikudagsmorgun á salerni á efri hæð skemmtistaðarins Kaffi Amor en slökkviliðsmönnum tókst tiltölulega fljótt að ráða niðurlögum hans. Eldurinn kviknaði í rafmagnshandþurrku á salerni.

ELDUR kviknaði snemma á miðvikudagsmorgun á salerni á efri hæð skemmtistaðarins Kaffi Amor en slökkviliðsmönnum tókst tiltölulega fljótt að ráða niðurlögum hans. Eldurinn kviknaði í rafmagnshandþurrku á salerni.

Tilkynning barst klukkan 8 að morgni frá öryggisverði um að brunaviðvörunarkerfi hefði farið af stað og gæfi boð um eld á efri hæð hússins.

Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð milli þilja. Töluverður reykur var á efri hæð hússins og var það reykræst í framhaldi.