John Edwards
John Edwards
New Orleans. AP. | John Edwards, varaforsetaefni demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir því að verða forsetaefni demókrata í næstu kosningum.

New Orleans. AP. | John Edwards, varaforsetaefni demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir því að verða forsetaefni demókrata í næstu kosningum.

Edwards skýrði frá ákvörðun sinni í New Orleans í gær og kvaðst hafa valið þá borg til að vekja athygli á efnahagslegri mismunun í Bandaríkjunum.

Edwards kvaðst ætla að leggja áherslu á að tryggja öllum Bandaríkjamönnum heilsugæslu, efla miðstéttina, uppræta fátækt í Bandaríkjunum, beita sér fyrir alþjóðlegum aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum og gera ráðstafanir til þess að Bandaríkin yrðu ekki eins háð olíu. Þá sagði hann að fækka þyrfti í bandaríska herliðinu í Írak.

Hugsanlegt er að John Kerry, forsetaefni í síðustu kosningum, gefi einnig kost á sér aftur í forkosningum demókrata.