[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Væntanleg bók um galdrapiltinn Harry Potter er þegar komin í efsta sæti yfir mest seldu bækurnar hjá netsölunni Amazon í Bretlandi.

Væntanleg bók um galdrapiltinn Harry Potter er þegar komin í efsta sæti yfir mest seldu bækurnar hjá netsölunni Amazon í Bretlandi. Raunar er ekki enn ljóst hvenær bókin kemur út en viðskiptavinir Amazon geta pantað bókina nú og fengið hana senda þegar stóra stundin rennur upp.

Vitað er að bókin á að heita Harry Potter and the Deathly Hallows , og verður sú sjöunda og síðasta í bókaflokknum, sem J. K. Rowling hefur skrifað.

Fyrrverandi kryddpían Viktoría Beckham hefur grínast með það að hún óttist mest að gallabuxur verði sér að fjörtjóni. Er hún hrædd um að hljóta alvarleg meiðsl eða jafnvel bana af því að klæðast óviðeigandi gallabuxum.

"Ég er gjörsamlega með gallabuxur á heilanum," er haft eftir henni. "Ég er farin að vera í buxum sem eru háar í mittið en þær þrengja verulega að manni og eftir heilan dag var ég farin að sjá fyrir mér grafskrift mína: Viktoría Beckham, gallabuxurnar gengu af henni dauðri."

Leikarinn Russell Crowe saknar barnanna sinna þegar hann er að heiman vegna kvikmyndagerðar. Hann á tvo syni, Charlie og Tennyson , með eiginkonu sinni Danielle Spencer . Hann viðurkennir að hann sé ávallt einmana þegar hann er að heiman og drengirnir skipti hann öllu máli. Að sögn Crowe koma synirnir og eiginkonan fyrst upp í huga hans þegar hann vaknar á morgnana og hann segir að það að hugsa um þau og þeirra þarfir hafi forgang hjá honum.

Crowe segir að eftir að hann eignaðist fjölskyldu hafi honum orðið ljóst að heimur hinna frægu og ríku var hjóm eitt.