SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, BSRB, BHM og Stéttarfélag verkfræðinga hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna stofnunar Matís ohf. um áramót.

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, BSRB, BHM og Stéttarfélag verkfræðinga hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna stofnunar Matís ohf. um áramót.

Í yfirlýsingunni kemur fram að forsvarsmenn stéttarfélaga hafi áhyggjur af því að ekki hafi verið gert samkomulag við viðkomandi stéttarfélög um kjör og réttindi núverandi og væntanlegra starfsmanna hins nýja fyrirtækis.

Þá segir að stéttarfélögin hafi margoft krafið stjórnendur um að rammasamningi um ofangreinda þætti yrði lokið fyrir áramót en stjórnendur hafi mætt þessum kröfum með tómlæti og útúrsnúningum. Ljóst sé að stéttarfélög opinberra starfsmanna geti ekki sætt sig við þessa framkomu stjórnenda MATÍS og minnt er á rétt félaganna til að standa vörð um starfskjör félagsmanna sinna í nútíð og framtíð.