London. AFP. | Til sölu: ein af minnstu íbúðum Bretlands, á frábærum stað í miðborg London, frægir nágrannar – og ásett verð er 170.000 pund, sem nemur rúmum 23 milljónum króna. Stærð íbúðarinnar er aðeins um þrettán fermetrar.

London. AFP. | Til sölu: ein af minnstu íbúðum Bretlands, á frábærum stað í miðborg London, frægir nágrannar – og ásett verð er 170.000 pund, sem nemur rúmum 23 milljónum króna.

Stærð íbúðarinnar er aðeins um þrettán fermetrar. Fasteignasalinn Andrew Scott hefur samt fengið þrjú tilboð í íbúðina frá því hún var sett á markaðinn fyrir þremur dögum.

Svo virðist sem kaupendur á fasteignamarkaðinum í London séu tilbúnir að fórna næstum öllu til að geta búið nálægt Harrods-stórversluninni og geta sagt að frægt fólk á borð við Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, sé á meðal nágranna þess.

"Margir skoða íbúðina og spyrja: Á hvaða lyfjum ertu?" sagði Scott. "Fólk þarf að skilja að þetta er eitt af dýrustu svæðunum í Bretlandi, ef ekki heiminum. Þessi íbúð er ekki dýrari á hvern fermetra en aðrar eignir á þessu svæði."

Scott bætti við að fasteignir á svæðinu, sem nefnist Cadogan Place, seldust oft á allt að 12 milljónir punda, jafnvirði 1,6 milljarða króna.

Íbúðin er í byggingu frá 1850 sem hefur verið skipt upp í átta íbúðir.