RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað fulltrúa Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga á viðræðufund í dag, miðvikudag, kl. 15:30. Jafnframt hafa fundir verið boðaðir með aðilum á morgun, fimmtudag og á föstudag.

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað fulltrúa Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga á viðræðufund í dag, miðvikudag, kl. 15:30. Jafnframt hafa fundir verið boðaðir með aðilum á morgun, fimmtudag og á föstudag.

Ekki er um að ræða sáttafundi heldur viðræðufundi, enda getur ríkissáttasemjari ekki tekið að sér mál nema kjarasamningar séu lausir. Hann hefur hins vegar orðið við ósk grunnskólakennara og launanefndar um viðræðufundi.

Umfjöllunarefnið varðar endurskoðunarákvæði gildandi kjarasamnings.