Stokkseyri | Fluttir hafa verið miklir ísjakar úr Jökulsárlóni til Stokkseyrar, samtals 30 til 40 tonn að þyngd.

Stokkseyri | Fluttir hafa verið miklir ísjakar úr Jökulsárlóni til Stokkseyrar, samtals 30 til 40 tonn að þyngd. Í gær var unnið að því að koma ísklumpunum fyrir í álfa-, trölla- og norðurljósasafni sem verið er að koma upp á Stokkseyri og þar verða þeir varðveittir um ókomna tíð sem hluti af sviðsmyndinni.

Jáverk stóð að þessum flutningi ásamt fyrirtækinu Heflun en auk þeirra komu verktakar frá Höfn í Hornafirði að framkvæmdinni fyrir Icelandic Wonders sem er heitið á nýja álfa-, trölla- og norðurljósasafninu.

Jakarnir verða í um 200 fermetra rými og þar munu norðurljósin leika stórt hlutverk. Þá verður ísbar í einu horni herbergisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnendum safnsins.