ERLEND útlán og markaðsverðbréf innlánsstofnana jukust um 562 milljarða í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum Seðlabanka Íslands .

ERLEND útlán og markaðsverðbréf innlánsstofnana jukust um 562 milljarða í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum Seðlabanka Íslands . Um 44% af innlendum útlánum innlánsstofnana eru gengisbundin skuldabréf og hækkuðu þau um rúma 400 milljarða á árinu 2006.

"Þar sem gengisvísitala krónunnar hækkaði úr 104,7 í byrjun árs 2006 í 129,2 í lok árs eða um 23,4% má reikna með að töluverður hluti ofangreindra hækkana sé vegna hækkunar á gengisvísitölunni," segir í frétt á vef Seðlabankans.