Mogadishu. AFP. | Eþíópskar hersveitir hófu í gær brotthvarf frá Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, tæpum fjórum vikum eftir að þær aðstoðuðu stjórnarherinn við að hrekja vopnaðar sveitir íslamista úr borginni.

Mogadishu. AFP. | Eþíópskar hersveitir hófu í gær brotthvarf frá Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, tæpum fjórum vikum eftir að þær aðstoðuðu stjórnarherinn við að hrekja vopnaðar sveitir íslamista úr borginni.

Sérstök kveðjuathöfn var haldin í höfuðstöðvum flughersins í útjaðri borgarinnar fyrir fyrsta hóp um 200 hermanna sem yfirgefur landið.

Við það tækifæri sagði embættismaður í varnarmálaráðuneyti Eþíópíu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að markmiðið hefði ávallt verið að snúa aftur heim þegar sómalski herinn hefði aftur náð stjórn í borginni.