27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 204 orð

Innsigla endurnýjað háskólasamstarf

VÍÐTÆKT samstarf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræði, læknisfræði, stúdentaskiptum, sameiginlegum rannsóknum, gististöðum vísindamanna og sameiginlegar útgáfur fræðirita eru meðal atriða í nýjum samstarfssamningi Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota...
VÍÐTÆKT samstarf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræði, læknisfræði, stúdentaskiptum, sameiginlegum rannsóknum, gististöðum vísindamanna og sameiginlegar útgáfur fræðirita eru meðal atriða í nýjum samstarfssamningi Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota sem undirritaður var á föstudag af Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ og Robert H. Bruininks, rektor Minnesotaháskóla,

Samstarf háskólanna tveggja teygir sig aftur um áratugi en formlegu 25 ára samstarfsafmæli er fagnað um þessar mundir. Í samningnum er sérstök áhersla lögð á að efla samstarf innan hjúkrunarfræði, læknisfræði og lýðheilsuvísinda.

Samstarf háskólanna tveggja hefur náð til fjölmargra fræðasviða. Meðal annars hafa stúdentar Minnesotaháskóla getað stundað nám í íslensku og íslenskum fræðum við skólann og í bókasafni Minnesotaháskóla er að finna stærsta safn innan Bandaríkjanna af ritum sem tengjast Norðurlöndum, 225 þúsund titla.

Hundruð stúdenta

Þá hafa íslenskir doktorsnemar í raunvísindum, verkfræði og hugvísindum notið leiðsagnar vísindamanna við Háskólann í Minnesota. Allt frá upphafi hafa stúdentaskipti verið snar þáttur samstarfsins og hafa hundruð stúdenta annars skólans stundað hluta af námi sínu við báða skólana.

Enn eitt dæmi um samstarf skólanna er stuðningur dr. Carol Pazandak, prófessors í félagsráðgjöf við Minnesotaháskóla, við uppbyggingu menntunar í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands á sínum tíma. Var hún bæði stjórnendum og akademískum starfsmönnum til aðstoðar og stundaði jafnframt kennslu við félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.