27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Útskrift í Borgarholtsskóla

— Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BRAUTSKRÁÐIR voru 160 nemendur frá Borgarholtsskóla af ýmsum brautum laugardaginn 19. maí sl. Þetta var ellefta starfsár skólans. Síðastliðið haust hófu um 1400 nemendur nám við skólann í dagskóla, síðdegisnámi, kvöldskóla og dreifnámi.
BRAUTSKRÁÐIR voru 160 nemendur frá Borgarholtsskóla af ýmsum brautum laugardaginn 19. maí sl. Þetta var ellefta starfsár skólans. Síðastliðið haust hófu um 1400 nemendur nám við skólann í dagskóla, síðdegisnámi, kvöldskóla og dreifnámi.

Margir nemendur fengu viðurkenningu við skólaslitin. Hæstu einkunn hlaut Auður Viðarsdóttir en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í sálfræði, þýsku, íslensku og jarðfræði.

Við skólaslitin afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði í Grafarvogi starfsbraut skólans kr. 500.000 í ferðasjóð fyrir nemendur brautarinnar.

Í ræðu sinni til útskriftarnema fjallaði Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari m.a. um að láta drauma sína rætast og vera ekki hrædd við að taka áskorunum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.