27. maí 2007 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Vit fyrir makker.
Vit fyrir makker.

Norður
84
ÁG542
107
KG97
VesturAustur
1076Á92
6D108
DG9863Á5
Á106D8432
Suður
KDG53
K973
K42
5

Suður spilar 4

Þetta er fremur hart geim, en útlitið er þó þokkalegt eftir tíguldrottningu út, því þá þarf trompdrottning bara að skila sér. En það gerir hún ekki og vörnin virðist hljóta að fá fjóra slagi, einn á hvern lit. Ekki er þó allt sem sýnist.

Segjum að austur taki á tígulás og haldi áfram með litinn. Suður fær slaginn og spilar laufi. Hjá reyndum spilurum er það nánast skilyrt viðbragð að dúkka mjúklega með ás þegar KG er í borði. Oft er það farsælt, en hér kostar það samninginn. Það er hins vegar ekki við vestur að sakast – hann hefur ekki nægar upplýsingar til að taka rétta ákvörðun. En austur horfir á þrjá varnarslagi og ætti að fyrirbyggja þetta slys með því að spila laufi upp í KG í öðrum slag.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.