27. maí 2007 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Pétur Eyfeld

Halldór Pétur Ferdinandsson Eyfeld fæddist í Hrísakoti á Seltjarnarnesi 28. júní 1922. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 11. maí.

Þennan heim hefur nú kvatt maður sem setti mark sitt á mikilvæga stund í lífi ungmenna sem útskrifast úr framhaldsskólum landsins, maður sem saumað hefur ófáa hvíta kolla á hálfri öld. Maðurinn er Pétur Eyfeld, kaupmaður á Laugavegi 65.

Á hverju heimili má líklega finna handbragð Péturs, stúdentshúfu sem geymd er á góðum stað og jafnvel í gylltum kassa merktum P. Eyfeld. Já, það var stæll yfir Pétri.

Í minningunni er Pétur við saumavélina í kjallaranum á Laugavegi. Það þurfti að fikra sig niður hringstiga einn ógurlegan til að stíga inn í veröld hans, en þangað var forvitnilegt að koma enda hinn léttfætti Pétur þolinmóður við krakka sem sýndu vinnutólum hans á köflum fullmikinn áhuga.

Innlit á Laugaveginn var líkast smáættarmóti. Börn Péturs og Lillu – nánast alla fjölskyldumeðlimi – var að finna við afgreiðslustörf og húfugerð. Í törninni á vorin vissi maður að best var að trufla sem minnst.

Megi andi Péturs vaka yfir húfugerðinni sem sonur hans og fjölskylda halda nú á lofti.

Elsku Pétur og Lilla, hvar sem þið eruð, takk fyrir húfurnar okkar.

F.h. systkinanna úr Huldulandi 5,

Lísa Björg Hjaltested.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.