27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tónlist.is stendur skil á sínu

ÝMSIR tónlistarmenn hafa gagnrýnt vefverslunina Tónlist.is fyrir að standa ekki skil á greiðslum vegna sölu á tónlist á vefsetrinu.
ÝMSIR tónlistarmenn hafa gagnrýnt vefverslunina Tónlist.is fyrir að standa ekki skil á greiðslum vegna sölu á tónlist á vefsetrinu. Í ljós hefur komið að fyrirtækið hefur staðið skil á öllum greiðslum samkvæmt samningum við samtök rétthafa, en féð ekki skilað sér til tónlistarmannanna sjálfra.

Einnig er greint frá því í samantekt Árna Matthíassonar í blaðinu í dag að greiðslur fyrirtækisins vegna svonefnds streymis tónlistar, þegar lög eru spiluð yfir netið, hafa ekki byggst á upplýsingum frá fyrirtækinu sjálfu heldur er miðað við skýrslur um spilun í Ríkisútvarpinu. Þar kemur og fram að öll lög sem seld eru af Tónlist.is eru þannig merkt að fyrirtækið MúsikNet eigi höfundarrétt að þeim.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.