27. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 345 orð | 1 mynd

Lítil ríkisaðstoð við atvinnulíf á Íslandi

Ríkisaðstoð Ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins ná til allra atvinnugreina annarra en landbúnaðar og sjávarútvegs. Á myndinni gerir Salome Þorkelsdóttir, þáverandi forseti Alþingis, gerir grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar um Evrópskt efnahagssvæðið.
Ríkisaðstoð Ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins ná til allra atvinnugreina annarra en landbúnaðar og sjávarútvegs. Á myndinni gerir Salome Þorkelsdóttir, þáverandi forseti Alþingis, gerir grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar um Evrópskt efnahagssvæðið. — Morgunblaðið/Sverrir
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent frá sér skýrslu um ríkisaðstoð á árunum 2004 og 2005 í EFTA löndunum þremur sem aðild eiga að EES-samningnum (e. State Aid Scoreboard).
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent frá sér skýrslu um ríkisaðstoð á árunum 2004 og 2005 í EFTA löndunum þremur sem aðild eiga að EES-samningnum (e. State Aid Scoreboard). Er þar að finna greinargerð um fjárhæðir ríkisstyrkja á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi, ýmsa sundurliðun þeirra og samanburð við ESB-ríkin. Þetta er fyrsta skýrslan sem ESA sendir frá sér um þetta efni, segir á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins.

Hvað er ríkisaðstoð?

EES-samningurinn felur í sér ákvæði um ríkisaðstoð sem takmarka heimildir hins opinbera í aðildarlöndunum til inngripa í atvinnulífið með fjárhagsstuðningi við ákveðin fyrirtæki eða tilteknar greinar atvinnulífsins. Almenna reglan er sú samkvæmt 61. gr. samningsins að ríkisaðstoð sem raskar samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum og hefur áhrif á viðskipti milli aðildarlanda er bönnuð. Eftirlitsaðilum, sem er ESA í tilviki EFTA-ríkjanna, er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu almenna banni að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um.

Hugtakið ríkisaðstoð er víðtækt og nær ekki aðeins til beinna styrkveitinga ríkisins til fyrirtækja og atvinnulífs heldur til fjárhagsaðstoðar hins opinbera við atvinnufyrirtæki í heild og í hvaða formi sem er. Auk beinna styrkja nær það t.d. til skattaívilnunar, niðurgreiddra lánskjara, ódýrra ríkisábyrgða, áhættufjármagns og opinberra fjárfestinga þar sem ekki er gerð eðlileg arðsemiskrafa. Ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins takmarkast við gildissvið hans, sem þýðir að þau ná til allra atvinnugreina annarra en landbúnaðar og sjávarútvegs.

Tilkynningarskylda

Eftirlit með ríkisaðstoð samkvæmt EES-samningnum grundvallast á skyldu stjórnvalda í hverju ríki til að tilkynna ESA fyrirfram um öll áform um að veita ríkisaðstoð. Efnislega byggist eftirlitið ekki á heildarfjárhæðum styrkveitinga heldur á mati á löggjöf og reglum sem hvert ríki setur um aðstoð og hvort reglurnar feli í sér að ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara sé ívilnað. Á hinn bóginn er aðildarríkjum skylt að senda ESA eftir á ársskýrslur um fjárhæðir styrkveitinga samkvæmt öllum styrkjakerfum eða einstökum aðgerðum sem ESA hefur samþykkt. Umrædd skýrsla ESA byggist á þessum heimildum. Niðurstaðan fyrir EFTA ríkin er dregin saman í eftirfarandi töflu þar sem sýnd er heildarfjárhæð styrkja í hverju landi og fyrir EFTA löndin alls ásamt hlutfalli þeirra af vergri landsframleiðslu (VLF).

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.