27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Spilling talin lítil á Íslandi

Berlín, AFP. | Spilltir dómarar og lögfræðingar koma í veg fyrir að einstaklingar víða um heim geti fengið sanngjörn réttargjöld, að því er kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Transparency International.
Berlín, AFP. | Spilltir dómarar og lögfræðingar koma í veg fyrir að einstaklingar víða um heim geti fengið sanngjörn réttargjöld, að því er kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Transparency International. Skýrslan byggðist á spurningalistum sem lagðir voru fram í 32 ríkjum og er komist að þeirri niðurstöðu að spilling sé næst minnst á Íslandi.

Kemur þar fram að spilling í dómskerfinu skiptist yfirleitt í tvo flokka, afskipti framkvæmda- og löggjafarvaldsins og svo mútur.

Argentína og Rússland eru nefnd sem dæmi um ríki þar sem grafið hefur verið undan sjálfstæði dómstóla með afskiptum stjórnmálamanna. Er þetta sagt hafa einkar slæm áhrif, rödd hinna saklausu heyrist ekki og hinir seku komist hjá refsingu. Dæmi um það síðarnefnda sé þegar dómari kýs að taka ekki til greina sönnunargögn, í því skyni að geta kveðið upp sýknudóm yfir spilltum stjórnmálamanni. Lág laun dómara geti aukið líkur á mútum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.