27. maí 2007 | Auðlesið efni | 117 orð | 1 mynd

Ný ríkis-stjórn tekur við völdum

Ný ríki-stjórn á vinda-sömum degi.
Ný ríki-stjórn á vinda-sömum degi. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Annað ráðu-neyti Geirs H. Haarde, ríkis-stjórn Sam-fylkingar og Sjálfstæðis-flokks, tók við völdum á ríkisráðs-fundi á Bessa-stöðum um miðjan dag á fimmtu-dag.
Annað ráðu-neyti Geirs H. Haarde, ríkis-stjórn Sam-fylkingar og Sjálfstæðis-flokks, tók við völdum á ríkisráðs-fundi á Bessa-stöðum um miðjan dag á fimmtu-dag.

Í ríkis-stjórninni sitja, auk Geirs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis-ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-ráðherra, Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-ráðherra, Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-ráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðar-ráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis-ráðherra.

"Ég lít á þetta sem sátta-stjórn, ég held að það sé gott að kalla hana það, þar sem stærstu fylk-ingarnar í þjóð-félaginu hafa ein-sett sér að ná sáttum á breiðum grund-velli um ýmis mál. Ég hlakka mjög til þess að taka þátt í því og leiða það starf," sagði forsætis-ráðherrann við Morgun-blaðið.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.