27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 59 orð

Stendur við orð sín í jafnréttismálum

STJÓRN kvennahreyfingar Samfylkingar fagnar nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, segir í ályktun.
STJÓRN kvennahreyfingar Samfylkingar fagnar nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, segir í ályktun. "Jafnmargar konur og karlar í ráðherraliði flokksins er jákvætt og sýnir að Samfylkingin stendur við orð sín í jafnréttismálum," segir í ályktuninni.

"Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er mikil áhersla á kvenfrelsi og jafnrétti og kvennahreyfingin mun leggja sitt af mörkum til að þessi málaflokkur verði sýnilegur á kjörtímabilinu."

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.