Í SÍÐUSTU fimmtudagskvöldgöngu sumarsins mun Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, fjalla um jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum.
Í SÍÐUSTU fimmtudagskvöldgöngu sumarsins mun Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, fjalla um jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum. Gjárnar á Þingvöllum eru hluti af miklu sprungukerfi og sigdal sem löngum hefur verið talinn marka flekaskil milli Ameríku og Evrasíu.

Nýlegar mælingar sýna þó að þetta er ekki alls kostar rétt. Flekaskilin eru klofin í tvennt og liggur megingreinin austan Heklu. Á milli meginflekanna tveggja er lítill aukafleki, Hreppaflekinn, sem hreyfist sjálfstætt. Þingvallasprungurnar eru á vesturmörkum hans og sýna því aðeins hluta heildarlandreksins.

Í gönguferð um sprungusvæðið verða skoðuð ummerki landreksins, gjár og misgengi.Gönguferðin hefst við fræðslumiðstöðina klukkan 20 og verður gengið að Langastíg.