24. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Saga Capital fjárfestingabanki opnaður formlega

Fjármál "Við höfum komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geisað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu," segir Þorvaldur bankastjóri.
Fjármál "Við höfum komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geisað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu," segir Þorvaldur bankastjóri.
SAGA Capital Fjárfestingarbanki verður formlega opnaður í dag þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, klippir á borða og vígir höfuðstöðvar bankans í Gamla barnaskólanum á Akureyri.
SAGA Capital Fjárfestingarbanki verður formlega opnaður í dag þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, klippir á borða og vígir höfuðstöðvar bankans í Gamla barnaskólanum á Akureyri. Skólahúsið er ríflega hundrað ára gamalt og friðað að utan en hefur öðlast nýtt hlutverk eftir miklar endurbætur.

Töluvert umrót hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, segir að þessar sveiflur skapi kjörin tækifæri fyrir hinn unga banka: "Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geisað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu."

Saga Capital hefur vaxið hratt frá því hugmyndin kviknaði hjá stofnendum bankans fyrir tæpu ári síðan. Að sögn Þorvalds starfa nú um 30 manns hjá bankanum, bæði á Akureyri og í Reykjavík og sérfræðingar hans vinna að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. Að baki Saga Capital stendur breiður hópur alls 80 hluthafa, bæði fagfjárfesta og fyrirtækja sem endurspegla flest svið íslensks atvinnulífs, en enginn einstakur hluthafi á yfir 12 prósent hlutafjár. Bankinn er aðili að öllum norrænu OMX kauphöllunum og stefnir að skráningu hlutabréfa félagsins í kauphöll.

Í hnotskurn
» Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki, stofnaður af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum.
» Bankinn hóf starfsemi í maí á þessu ári en opnar nú formlega í Gamla barnaskólanum á Akureyri eftir gagngerar endurbætur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.