STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ráðið Andrew Bernhardt til starfa sem yfirmann lánasviðs í London.
STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ráðið Andrew Bernhardt til starfa sem yfirmann lánasviðs í London. Hann mun starfa undir stjórn Margit Robertet, framkvæmdastjóra lánasviðs í Reykjavík, og vinna að þróun og eflingu bankans á sviði skuldsettrar fjármögnunar í Evrópu. Markmið Straums er að bjóða lykilviðskiptavinum í Norður- og Mið-Evrópu upp á alhliða fjárfestingabankaþjónustu og er ráðningin liður í því að auka verulega þjónustuframboð og bæta við reynslu bankans á sviði skuldsettrar fjármögnunar fyrir meðalstór fyrirtæki, að því er segir í tilkynningu um ráðninguna.

Áður en Bernhardt gekk til liðs við Straum starfaði hann GE Commercial Finance frá árinu 2005. Þar áður starfaði hann í 27 ár hjá Barclays banka.