6. október 2007 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ársafmæli Sunnlenska bókakaffisins

SUNNLENSKA bókakaffið á Austurvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt í dag, laugardaginn 6. október, kl. 14.
SUNNLENSKA bókakaffið á Austurvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt í dag, laugardaginn 6. október, kl. 14.

Fjölmargir munu heiðra afmælisbarnið af þessu tilefni og má þar fremstan telja Matthías Johannessen skáld sem lesa mun úr nýrri bók sinni. Þá mun Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur kynna nýja bók sína um hina fornu sunnlensku sakamálasögu Njálu sem hún hefur fært til nútíma og kemur út nú í haust undir heitinu: Kalt er annars blóð. Elín Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri bókakaffisins mun ásamt Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur flytja dúetta. Kaffiveitingar verða ókeypis þennan eina dag og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.