Ný stjórn í Ásatrúarfélaginu Á AÐALFUNDI Ástatrúarfélagsins nýlega voru kosin í nýja stjórn þau Haukur Halldórsson, lögsögumaður, Þorri Jóhannsson, Jóhannes Levy, Sigurður Þórðarson og Jónína Kristín Berg.

Ný stjórn í Ásatrúarfélaginu

Á AÐALFUNDI Ástatrúarfélagsins nýlega voru kosin í nýja stjórn þau Haukur Halldórsson, lögsögumaður, Þorri Jóhannsson, Jóhannes Levy, Sigurður Þórðarson og Jónína Kristín Berg.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Ásatrúarfélagsins 1993 telur að á meðan ekki ríkir jafnrétti meðal trúfélaga hér á landi, sé ekki um að ræða raunverulegt trúfrelsi. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að huga að aðskilnaði ríkis og kirkju fyrir árið 2000. Það er eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta misrétti."