13. febrúar 2008 | Tónlist | 250 orð | 1 mynd

Celestine í heimsfréttunum...

Eftirtektarverðir Ekki leið langur tími frá því að fyrsta plata Celestine, At the Borders of Arcadia, kom út þar til umheimurinn tók við sér.
Eftirtektarverðir Ekki leið langur tími frá því að fyrsta plata Celestine, At the Borders of Arcadia, kom út þar til umheimurinn tók við sér. — Árvakur/Golli
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EÐA að minnsta kosti í þungarokksheimsfréttunum.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen

arnart@mbl.is

EÐA að minnsta kosti í þungarokksheimsfréttunum. Þessi síðþungarokkssveit, sem á heimahaga bæði í Breiðholti og Kópavogi, hefur verið að hræra hressilega upp í íslenskum jaðarrokksheimum að undanförnu en fyrir stuttu kom út fyrsta plata sveitarinnar, At The Borders Of Arcadia. Fréttaveitan blabbermouth.net, sem eru undir hinu stóra og stæðilega útgáfufyrirtæki Roadrunner Records, hefur nú birt frétt þess efnis að Celestine sé búin að skrifa undir samning við útgáfufyrirtækið Milkweed Records sem gerir út frá Bandaríkjunum.

Þessi fréttaveita hefur mikið vægi á heimsvísu og er gríðarlega öflug og vel uppfærð en þungarokkarar hvaðanæva flykkjast þangað inn til að lepja upp fréttir af nýjustu þreifingum stórstjarnanna, og því óneitanlega athyglisvert að sjá frétt af Celestine innan um fréttir af Slayer, Metalica og Kiss. Celestine er lýst í fréttinni sem íslenskri síðþungarokkssveit (e.post metal) og hún dragi dám af sveitum eins og Isis, Buried Inside og Meshuggah. Sagt er frá því að nefnd plata komi út á Milkweed Records síðar á þessu ári. Milkweed Records er smátt í vexti en samanber heimasíðu fyrirtækisins stendur mikið til á næstunni og er líklegasta skýringin á að frétt þaðan hafi ratað inn á blabbermouth. At The Borders of Arcadia kemur svo út hjá Sound Devastation Records í Bretlandi sem er annað smáfyrirtæki og þá er sjötomma í burðarliðnum með þýsku sveitinni Actress. Celestine fer á Evróputúr í sumar en hún hélt útgáfutónleika í Heillinum, TÞM, föstudaginn síðasta er lægðin djúpa lagðist á landið og tré rifnuðu upp með rótum...

www.myspace.com/celestinemusic

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.