Bílar og spenna Einfarinn Vin Diesel og Michelle Rodriguez sem hin eitilharða og fagra Jordana Brewster sýndu stórleik í The Fast and The Furious.
Bílar og spenna Einfarinn Vin Diesel og Michelle Rodriguez sem hin eitilharða og fagra Jordana Brewster sýndu stórleik í The Fast and The Furious.
Gone in 60 secondes Giovanni Ribisi leikur hér Kip Raines, montinn, ungan bílaþjóf sem vinnur með hópi þjófa að því að stela 50 hraðskreiðum bifreiðum fyrir skúrk nokkurn sem kallaður er The Carpenter eða trésmiðurinn.

Gone in 60 secondes

Giovanni Ribisi leikur hér Kip Raines, montinn, ungan bílaþjóf sem vinnur með hópi þjófa að því að stela 50 hraðskreiðum bifreiðum fyrir skúrk nokkurn sem kallaður er The Carpenter eða trésmiðurinn. Þar sem Kip er óreyndur og góður með sig klúðrast þessi áform algjörlega og þarf hann þá að treysta á eldri bróður sinn, fyrrum bílaþjófinn Randall, sem leikinn er af Nicolas Cage, til að bjarga sér úr klípunni. Myndin er spennandi og skartar stjörnuliði á borð við Cage, Robert Duvall og Angelina Jolie.

The Fast And The Furious

Hér er á ferð Vin Diesel sem einfarinn og götuspænirinn Dom Toretto. Paul Walker sem dulbúni lögreglumaðurinn Bryan O'Conner og Michelle Rodriguez sem hin eitilharða og fagra Jordana Brewster. Húðflúr á öllum vel þjálfuðum upphandleggjum, gettóstemning og hraðskreiðir bílar. Kvikmyndin kom út árið 2001 og framhald hennar árið 2003. Upprunalega kvikmyndin er hins vegar frá árinu 1954.

Taxi

Franska kvikmyndin Taxi eftir Luc Besson ætti að vera til í safni allra bílaáhugamanna. Skemmtileg mynd sem gerist í Marseilles í Frakklandi og segir sögu pitsu

sendilsins Daníels. Hann ákveður að gerast leigubílstjóri þótt draumur hans sé í raun að verða atvinnukappakstursmaður. Þegar Daníel er nappaður af lögreglunni fyrir hraðakstur fellst hann á að hjálpa henni við að leita að bankaræningjum til að halda vinnunni og upphefst þá mikill eltingarleikur. Taxi kvikmyndirnar eru nú orðnar fjórar talsins.

Speed

Þessi kvikmynd frá árinu 1994 er flestum kunn, Keanu Reeves þarf að halda strætisvagni gangandi á ákveðnum hraða því annars springur vagninn í loft upp. Sandra Bullock er í strætó líka en illmennið leikur Dennis Hopper. Leikstjórinn Jan De Bont framleiddi sprengju með þessari mynd með eftirminnilegu byrjunaratriði.