Gefandi Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hafa haldið fyrirlestra víða um landið frá því að bók þeirra Postulín kom út í nóvember. Þær eru ekki síst vinsælir fyrirlesarar í unglingadeildum grunnskólanna.

Gefandi

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hafa haldið fyrirlestra víða um landið frá því að bók þeirra Postulín kom út í nóvember. Þær eru ekki síst vinsælir fyrirlesarar í unglingadeildum grunnskólanna. „Það er ótrúlega gefandi að heimsækja unglinga. Við lesum upp og opnum svo fyrir umræður. Unglingarnir koma með mjög áhugaverðar spurningar og vangaveltur og ég held að við höfum ekki síður lært af þessu en þeir,“ segir Freyja. Þá halda stúlkurnar úti síðunni almaogfreyja.blog.is.