Rúnar Kárason , vinstrihandar skyttan unga hjámeistaraflokki Fram í handknattleik, framlengdi í gær samning sinn við Safamýrarliðið til ársins 2011.
R únar Kárason , vinstrihandar skyttan unga hjámeistaraflokki Fram í handknattleik, framlengdi í gær samning sinn við Safamýrarliðið til ársins 2011. Rúnar var meiddur framan af yfirstandandi tímabili en hefur komið sterkur til leiks í seinni hluta N1 deildar karla. Hann verður tvítugur í sumar og hefur leikið stórt hlutverk í U20 ára landsliðinu og var í vetur valinn í æfingahóp landsliðsins og lék með B-landsliðinu þegar það fór til Noregs .

Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍR , sem á Íslandsmetið í sjöþraut, keppti á frjálsíþróttamóti í Kaliforníu í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Kristín sigraði í 400 m grindahlaupi á mótinu á 60,37 sek. Hún komst í úrslit í 100 m grindahlaupinu en varð fyrir því óláni að detta í úrslitahlaupinu.

Kristín Birna setti Íslandsmetið í sjöþraut vorið 2006 þegar hún fékk 5.402 stig en síðan hefur hún átt við meiðsli að stríða en er greinilega öll að koma til og er til alls líkleg í sumar.

Þrír landsliðsmenn í karate tóku þátt í alþjóðlega mótinu Irish Grand Prix Karate Open, sem fram fór í Dublin um liðna helgi. Það voru þeir Andri Sveinsson, Ari Sverrisson og Guðbjartur Ísak Ásgeirsson. Þátttaka þeirra var liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer í Laugardalshöllinni 12. apríl.

Guðbjartur Ísak komst í úrslit í flokki 18-20 ára og varð í öðru sæti. Hann keppti einnig í -70 kg. flokki og var aðeins hársbreidd frá bronzverðlaunum. Ari vann til bronzverðlauna í +70 kg. flokki og keppti einnig í opnum flokki, og tryggði sér silfurverðlaun. Andri náði sér ekki á strik á mótinu. Strákarnir kepptu síðan í liðakeppni ásamt tveimur æfingafélögum sínum frá Álaborg í Danmörku og urðu í öðru sæti.

Daninn Henrik Bødker, 26 ára, sem lék sjö leiki í markinu hjá knattspyrnuliði ÍBV síðastliðið keppnistímabil, er genginn til liðs við 2. deildarliðið Hött á Egilsstöðum.

Empoli , sem er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar, rak í gær Alberto Malesani þjálfara og réði Luigi Cagni í hans stað. Malesani tók við Empoli í lok nóvember þegar Cagni var rekinn. Nú var dæminu snúið við, Malesani rekinn og Cagni ráðinn.