Dómari Sigtryggur Baldursson hefur verið iðinn við að innleiða ýmiss konar tónlistarafbrigði inn í íslenska tónlistarmenningu.
Dómari Sigtryggur Baldursson hefur verið iðinn við að innleiða ýmiss konar tónlistarafbrigði inn í íslenska tónlistarmenningu. — Morgunblaðið/ÞÖK
ÓSKAÐ hefur verið eftir því að tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson taki þátt í listrænu vali á dagskrá fyrir tónlistarhátíðina Womex sem er ein þekktasta heimstónlistarhátíð heims.

ÓSKAÐ hefur verið eftir því að tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson taki þátt í listrænu vali á dagskrá fyrir tónlistarhátíðina Womex sem er ein þekktasta heimstónlistarhátíð heims. Boðið kom í kjölfar kynnisferðar sem Iceland Music Export (IMX) stóð fyrir á hátíðina 2007. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, sótti Womex ásamt Sigtryggi Baldurssyni, sem jafnframt er stjórnarmaður í IMX, og Óttari Felix Haukssyni.

Sigtryggi er boðið að vera í sjö manna nefnd sem tekur ákvarðanir um hverjir verða með tónleika, umræður og kvikmyndir á Womex og eru dómnefndarmenn kallaðir samúræjar. Þátttaka í nefndinni er viðurkenning á yfirgripsmikilli þekkingu Sigtryggs á heimstónlist.

Womex-hátíðin hefur opnað fyrir umsóknarferli sitt í gegnum Sonicbids og hvetur IMX íslenska tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og fyrirtæki sem fást við heimstónlist til að kynna sér hátíðina, sem fer fram í Sevilla á Spáni í lok október á þessu ári.