HÁSKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt opið hús á laugardag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu gestunum það fjölbreytta nám sem boðið er upp á við fimm deildir skólans.

HÁSKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt opið hús á laugardag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu gestunum það fjölbreytta nám sem boðið er upp á við fimm deildir skólans.

Meðal þess sem gestir gátu fengið að líta var tæki sem nemendur í vél- og orkutæknifræði við HR smíðuðu og hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni verkfræðideildar HÍ á dögunum.

Einnig spilaði hljómsveitin Hjaltalín ljúfa tónlist og nemendur kynntu félagslíf skólans.