1. apríl 2008 | 24 stundir | 93 orð | 1 mynd

Rafmagnslaust tímunum saman

Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í gær og ekki tókst að koma rafmagni aftur á fyrr en um fimm leytið. Rafmagnið fór af á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, Grafarholti og hluta Grafarvogs.
Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í gær og ekki tókst að koma rafmagni aftur á fyrr en um fimm leytið. Rafmagnið fór af á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, Grafarholti og hluta Grafarvogs. Bilun varð í háspennustreng við Spöngina sem olli því að Nesjavallalínu sló út og ekki tókst að koma henni aftur í gagnið. Verið var að vinna að viðhaldi á varaleið frá Geithálsi að spennuvirkinu við Korpu og því ekki hægt að koma rafmagni á þá leið. Nánast öll starfsemi lagðist af á svæðinu meðan á rafmagnsleysinu stóð. fr

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.