18 viðskiptaáætlanir eru komnar í undanúrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 en keppnin er ætluð íslenskum háskólanemendum og nýútskrifuðum.

18 viðskiptaáætlanir eru komnar í undanúrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 en keppnin er ætluð íslenskum háskólanemendum og nýútskrifuðum. Rýnihópur sérfræðinga úr íslensku viðskiptalífi og háskólum fer yfir áætlanirnar og allt að tíu áætlanir komast síðan í úrslitaáfanga keppninnar. Úrslitin fara fram 12. apríl og hljóta sigurvegararnir að launum verðlaunagripinn Gulleggið 2008 og 1,5 milljónir í verðlaunafé.

Yfir 100 hugmyndir bárust í fyrsta áfanga Frumkvöðlakeppninnar sem er haldin í fyrsta sinn.