Nú þegar vorið er framundan og bensínverð í hámarki er tilvalið að taka reiðhjólið út úr geymslunni og hvíla bílinn. Auðvelt er að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í borginni þar sem sífellt meira er um góða reiðhjólastíga.
Nú þegar vorið er framundan og bensínverð í hámarki er tilvalið að taka reiðhjólið út úr geymslunni og hvíla bílinn. Auðvelt er að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í borginni þar sem sífellt meira er um góða reiðhjólastíga. Þrátt fyrir að ferðin geti verið erfið í fyrstu er ekki lengi verið að byggja upp þol. Það má því segja að heilsan batni, buddan stækki og andinn styrkist á að nota hjólið meira.