Svín Íbúar Kjalarness eru ósáttir.
Svín Íbúar Kjalarness eru ósáttir.
„Borgaryfirvöld virðast ekki nægilega vel í stakk búin til að kljást við sveitamálin, þeir eiga nógu erfitt með 101 og gleyma að það eru líka umhverfismál í sveitinni og þau þurfa að vera til fyrirmyndar líka,“ segir Símon Þorleifsson...

„Borgaryfirvöld virðast ekki nægilega vel í stakk búin til að kljást við sveitamálin, þeir eiga nógu erfitt með 101 og gleyma að það eru líka umhverfismál í sveitinni og þau þurfa að vera til fyrirmyndar líka,“ segir Símon Þorleifsson formaður íbúasamtaka Kjalarness.

Hann segir kajakræðara hafa kvartað mjög undan blóðlitum sjó þar sem þeir hafa róið nálægt Kjalarnesi. „Það er bara ein ástæða fyrir blóðlitum sjónum, það kemur úrgangur frá svínabúinu,“ segir hann og bætir „Mér skilst það hafi verið vandamál að fuglager sótti í staðinn en í stað þess að laga þetta voru settar upp hljóðbyssur.“

Símon segir einnig töluvert vanta uppá að svína- og kjúklingabændur á Kjalarnesi fari að settum reglum um hvernig þeir megi losa sig við úrgang. Honum megi ekki dreifa á frosna jörð og nokkuð hafi borið á því að skít sé dreift alltof nálægt íbúðarhúsum.

„Við erum líka með lausnir. Við erum með skógrækt og viljum gjarnan fá allan áburð þangað, það er langt frá íbúabyggð og við viljum leysa þetta í sátt og samlyndi og samvinnu við bændurna, ég held að það hljóti að takast,“ segir hann.

Símon segir íbúasamtökin nú vinna að umhverfisskýrslu um svæðið en þeim finnist að borgin hefði átt að sýna frumkvæði þar. „Við viljum að þetta sé til fyrirmyndar því auðvitað erum við stolt af framleiðsluni hérna uppfrá. En þegar við erum að borga þetta háa verð fyrir kjúkling og svín þá er það minnsta sem við höfum rétt á að þetta sé framleitt við bestu fáanlegu aðstæður alveg eins og lambakjötið okkar,“ segir Símon. „Þá vil ég frekar fá kjúkling frá Danmörku og halda menguninni þar. Hann er þar að auki ódýrari.“ fifa@24stundir.is