Á Íslandi er að finna ýmsa algenga sveppi sem henta vel til matargerðar. Þá má yfirleitt tína frá miðju sumri og fram á haust eftir því sem veður leyfir. Lerki- og furusveppir eru hentugir matsveppir sem má finna víða í skógum.

Á Íslandi er að finna ýmsa algenga sveppi sem henta vel til matargerðar. Þá má yfirleitt tína frá miðju sumri og fram á haust eftir því sem veður leyfir.

Lerki- og furusveppir eru hentugir matsveppir sem má finna víða í skógum. Lerkisveppurinn er algengur í lerkiskógum, til dæmis á Norður- og Austurlandi. Hann er gulur á lit, með gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum.

Í grennd við höfuðborgarsvæðið ber minna á lerki en meira á furu. Furusveppurinn er með dökkbrúnan hatt sem er stundum slímugur og fölgult pípulag. Stafurinn er hvítur og með hvítan kraga.

Ullblekill heitir sveppur sem vex gjarnan í grennd við vegi. Hann er hávaxinn og með ullarkennda áferð á hattinum. Hann þarf að verka mjög fljótt eftir tínslu því að hann eyðileggst yfirleitt á fáeinum klukkustundum. ej