JÓN Birgir Pétursson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, segist vera orðinn þreyttur á hefðbundnum boðum og ætlar hann því í tilefni dagsins að fara með eiginkonu sinni, Fjólu Arndórsdóttur, börnum þeirra sex og 10 barnabörnum, í Borgarfjörð.

JÓN Birgir Pétursson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, segist vera orðinn þreyttur á hefðbundnum boðum og ætlar hann því í tilefni dagsins að fara með eiginkonu sinni, Fjólu Arndórsdóttur, börnum þeirra sex og 10 barnabörnum, í Borgarfjörð. „Við ætlum að fara að skoða Deildartunguhver sem var í eigu móðursystur minnar,“ en sá er vatnsmesti hver landsins.

„Svo ætlum við að fara að Reykholti. Þar er Óskar Guðmundsson rithöfundur og ætlar hann að segja okkur frá Snorra Sturlusyni og sýna okkur Reykholtið,“ segir Jón Birgir en að því loknu ætlar Steinar Berg Ísleifsson að fara með fjölskylduna í göngutúr og sýna henni ummerki eftir tröllin sem reikuðu um Borgarfjörð í gamla daga. „Svo ætlum við að fara í góðan kvöldverð hjá Steinari og Ingibjörgu [Pálsdóttur, konu Steinars] í Fossatúni og eiga gott kvöld.“

Jón Birgir hefur starfað sem fréttastjóri á Vísi og Dagblaðinu og rekið sitt eigið fjölmiðlafyrirtæki. Sem blaðamaður hefur Jón Birgir þurft að ferðast víða. „Ég hef átt afmælisdaga úti um allan heim, í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjum og víðar. Það er svona með blaðamenn, þeir eru úti um allt,“ segir hann.

Þessa dagana stendur hann í ströngu við að skrifa sögu björgunarsveita á Íslandi. „Þetta er gríðarlega mikið verk,“ segir Jón Birgir en hann setur stefnuna á tvær þykkar bækur. ylfa@mbl.is