26. október 2008 | Innlent - greinar | 125 orð

Hjálmar Hjálmarsson

Hjálmar Hjálmarsson, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þáttastjórnandi, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1987.
Hjálmar Hjálmarsson, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þáttastjórnandi, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1987. Hann hefur leikið í fjölda verka í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu og víðar sem og í kvikmyndum, útvarps- og sjónvarpsþáttunum, t.d. Svörtum englum, sem sýndir eru í Sjónvarpinu um þessar mundir. Einnig hefur hann skrifað handrit og stjórnað mörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum eða verið í hlutverki leikstjóra. Hann hefur nokkrum sinnum leikið í Áramótaskaupi Sjónvarpsins, fyrst 1988, og er einn höfunda þess í ár eins og árin 2001 og 2002. Jafnframt stjórnar hann útvarpsþættinum Fyrst og fremst á Rás 2 á sunnudögum, þar sem hann rifjar upp 25 ára sögu rásarinnar.

Hjálmar er kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur grunnskólakennara og eiga þau Sölku Sól, 20 ára, Hjálmar Óla, 15 ára, og Ágúst Orra, 7 ára.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.