Einföld lausn Kristjáni S. Kristjónssyni: Það er í sambandi við skemmtistaðina í Reykjavík.

Einföld lausn Kristjáni S. Kristjónssyni: Það er í sambandi við skemmtistaðina í Reykjavík. Hvaða vit er í því að loka öllum skemmtistöðum á einu og sömu mínútu og vísa fleiri þúsund manns út á götu hvernig sem viðrar og ætlast til að þessir um það bil 550 leigubílar geti sinnt þessum fjölda á einu bretti?

Það er meðal annars þetta sem býður upp á ólöglegan akstur á fólki í allskonar farartækjum.

Á sama tíma þurfa leigubílar að sinna fólki á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu, þessi vandræði varðandi leigubílaskort sköpuðust ekki fyrir nokkrum árum þegar nokkrir næturklúbbar voru til í Reykjavík.

Annar kostur við næturklúbba er að svokölluð heimapartí duttu að miklu leyti niður sem eru mörgum til mikils baga sem þekkt er.

Ég sting upp á því að yfirvöld leyfi bari opna til kl. 5­6 á morgnana um helgar. Alla vega til reynslu og sleppi þessari forræðishugsun á fólki hvað þetta snertir.

KRISTJÁN S. KRISTJÓNSSON,

Hábergi 3,

Reykjavík.