Hannah Arendt fór til Jerúsalem fyrir tímaritið The New Yorker til að fjalla um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann árið 1961 og upprunalega birtust þær greinar, sem síðar urðu að bókinni Eichmann í Jerúsalem , þar.

Hannah Arendt fór til Jerúsalem fyrir tímaritið The New Yorker til að fjalla um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann árið 1961 og upprunalega birtust þær greinar, sem síðar urðu að bókinni Eichmann í Jerúsalem , þar. Skrif Arendt um réttarhöldin vöktu mikla reiði í röðum gyðinga, ekki síst fyrir þær sakir að hún veltir fyrir sér hvort svokölluð gyðingaráð í Þýskalandi á tímum þriðja ríkisins hafi í raun greitt götu nasista.

Í undirtitli bókarinnar er að finna frægustu og jafnframt umdeildustu orð Arendt. Hún kallar ritið frásögn um „hversdagsleika illskunnar“. Það var lýsingin á Eichmann sem iðnum, „hversdagslegum“ embættismanni sem kallaði fram hörðustu gagnrýnina. Við lá að Arendt yrði útskúfuð. Í Ísrael kom bókin ekki út á hebresku fyrr en 1999, 36 árum eftir að hún var gefin út í Bandaríkjunum. En harðast var veist að bókinni og höfundi hennar í Bandaríkjunum.

Hún kvaðst síðar sjá eftir að hafa notuð tiltekin orð í bókinni, í raun hefði hún egnt gildruna og gengið í hana sjálf. Eftir á að hyggja hefði hún skrifað bókina með öðrum hætti. Eichmann í Jerúsalem er hins vegar sláandi frásögn af réttarhöldunum í bland við heimspekilegar vangaveltur um það hvernig eigi að taka á „glæpum sem fyrirfinnast ekki í lagabókum og glæpamönnum sem ekki hafa átt sinn líka í neinum réttarsal ... “ og „hvernig dómstólnumí Jerúsalem tókst að uppfylla kröfur réttvísinnar“.