Verzlunarskóla Íslands var slitið í 104. sinn 23. maí sl. og var það fjölmennasta brautskráning í sögu skólans. Alls brautskráðust 280 nýstúdentar og þar af 8 úr fjarnámi skólans. Í útskriftarhópnum voru 166 stúlkur og 144 drengir.

Verzlunarskóla Íslands var slitið í 104. sinn 23. maí sl. og var það fjölmennasta brautskráning í sögu skólans. Alls brautskráðust 280 nýstúdentar og þar af 8 úr fjarnámi skólans. Í útskriftarhópnum voru 166 stúlkur og 144 drengir. Dúx skólans var Helga Theódóra Jónasdóttir með aðaleinkunnina 9,3. Næstir voru fimm nemendur með aðaleinkunnina 9,1.

Á útskriftinni var í annað sinn úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum sem stofnaður var í tilefni af aldarafmæli skólans. Gamlir nemendur skólans og velunnarar hans lögðu fé í sjóðinn og skal hann m.a. verðlauna afburðanemendur og þá sem lagt hafa mikið af mörkum til félagslífs skólans. Fékk dúx skólans 500 þúsund króna styrk úr sjóðnum og þeir sem náðu 1. ágætiseinkunn 200 þúsund hver. Alls var úthlutað 2.650 þúsund krónum úr sjóðnum.