MAÐURINN sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Grettisgötu á fimmtudag er á batavegi og hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild á Landspítalanum við Hringbraut.

MAÐURINN sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Grettisgötu á fimmtudag er á batavegi og hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild á Landspítalanum við Hringbraut. Tveir karlmenn og tvær konur voru á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. júní vegna málsins.

Þá er líðan mannsins, sem lagt var til með hnífi á föstudag í íbúð í Hafnarstræti á Akureyri, eftir atvikum góð. Búist var við að hann yrði útskrifaður af Sjúkrahúsinu á Akureyri síðdegis í gær. Karl á sextugsaldri er grunaður um að hafa stungið manninn í bakið en báðir voru þeir gestir í íbúðinni. haa@mbl.is