Söngur Whitney Houston syngur í partíi fyrir Grammy-verðlaunin.
Söngur Whitney Houston syngur í partíi fyrir Grammy-verðlaunin. — Reuters
FYRSTA plata poppdívunnar Whitney Houston í sjö ár kemur út í Bretlandi 31. ágúst næstkomandi og í Bandaríkjunum daginn eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá plötufyrirtæki hennar.

FYRSTA plata poppdívunnar Whitney Houston í sjö ár kemur út í Bretlandi 31. ágúst næstkomandi og í Bandaríkjunum daginn eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá plötufyrirtæki hennar.

Nýja platan hefur ekki hlotið nafn en hún var framleidd af Akon og Will. i.am úr Black Eyed Peas.

Undanfarin ár hefur ekki farið mikið fyrir tónlist í lífi Houston, hún hefur frekar komist í fréttir vegna skilnaðar frá Bobby Brown og ferða í meðferð. Hins vegar kom hún fram í upphitunarpartíi fyrir Grammy-verðlaunin í febrúar og afhenti verðlaun á sjálfri athöfninni.

Houston er orðin 45 ára en hún varð stórstjarna árið 1985 þegar plata, samnefnd henni, kom út. Hún hefur unnið til sex Grammy-verðlauna og til Amerísku tónlistarverðlaunanna í tuttugu og þrjú skipti á ferlinum.

Síðasta plata hennar, Just Whitney , kom út 2002 en náði ekki miklum vinsældum.