MARGT bendir til þess að efnahagsástandið geti haft áhrif á val íslenskra námsmanna á háskólum.
MARGT bendir til þess að efnahagsástandið geti haft áhrif á val íslenskra námsmanna á háskólum. Danmörk hefur verið langvinsælasta landið hingað til en nám þar er dýrt sem stendur, sérstaklega í höfuðborginni Kaupmannahöfn þar sem húsaleiga er hærri en á landsbyggðinni. Munu Íslendingar þurfa að stunda nám í auknum mæli á jaðarsvæðum? Hjördís Jónsdóttir hjá SÍNE telur ekki ólíklegt að þróunin geti orðið sú.