<h4>Óðinshani fær sér bað</h4>ÓÐINSHANAR eru litríkir vaðfuglar með örmjótt, beint nef, svarta fætur og með sérkennilega kvikar hreyfingar. Þegar hann aflar sér ætis í tjörnum snýst hann í hringi og stingur nefinu ótt og títt í vatnsflötinn. Tekur hver snúningur eina sekúndu. Heiti óðinshana gæti tengst óði eða söng en þó eiga kunnugir erfitt með að tengja fuglinn við söng því hann tístir. Hins vegar er hinn syngjandi skógarþröstur kallaður óðinshani í Færeyjum og er því hugsanlegt að heiti fuglsins hafi brenglast á leið til Íslands. Við þetta má svo bæta að óðinshaninn er nauðalíkur þórshana sem er aftur á móti mjög sjaldgæfur á Íslandi.

Óðinshani fær sér bað

ÓÐINSHANAR eru litríkir vaðfuglar með örmjótt, beint nef, svarta fætur og með sérkennilega kvikar hreyfingar. Þegar hann aflar sér ætis í tjörnum snýst hann í hringi og stingur nefinu ótt og títt í vatnsflötinn. Tekur hver snúningur eina sekúndu. Heiti óðinshana gæti tengst óði eða söng en þó eiga kunnugir erfitt með að tengja fuglinn við söng því hann tístir. Hins vegar er hinn syngjandi skógarþröstur kallaður óðinshani í Færeyjum og er því hugsanlegt að heiti fuglsins hafi brenglast á leið til Íslands. Við þetta má svo bæta að óðinshaninn er nauðalíkur þórshana sem er aftur á móti mjög sjaldgæfur á Íslandi. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvar eru loforðin? ENN HRYNUR allt hér á okkar fagra landi. Nú er búið að taka ákvörðum um hvernig eigi að borga skuldir ríkissjóðs. Það á að láta þá sem áttu engan þátt í hruninu borga.

Hvar eru loforðin?

ENN HRYNUR allt hér á okkar fagra landi. Nú er búið að taka ákvörðum um hvernig eigi að borga skuldir ríkissjóðs. Það á að láta þá sem áttu engan þátt í hruninu borga. Ekki á að draga saman seglin í opinbera geiranum, það á frekar að stækka hann og hækka bara skatta, gjöld og fleira á borgara þessa lands.

Nýlega var haldinn ráðherrafundur Evrópuráðs í Reykjavík. Þar var aðallega fjallað um fjölmiðla og aðra miðla. Og hvað gerir menntamálaráðherra vor? Nú að sjálfsögðu, skipa nefnd sem á að vera á góðum launum, og á líklega að lesa fjölmiðla. Hef reyndar aldrei séð auglýsingu um nefndarstörf hjá ríkinu.

Skipa ríkisstarfsmenn aðallega vini og kunningja í þessi nefndarstörf?

Gamla setningin, Báknið burt, er gleymt og grafið.

Og ekki bætir samgöngumálaráðherra úr. Til að bæta og gera umferðina betri um jarðgöngin í Hvalfirði, þá vill hann smíða ný göng. Hann vill ekki nota einföldustu lausn sem til er, hvað umferð um göngin varðar. Lausnin felst í því, að taka burt hliðið sem rukkar enn, þrátt fyrir að búið sé að borga göngin.

Nei, hann vill hafa fjórar akreinar undir Hvalfjörð, en tvær að og frá göngunum. Það eina sem orsakar umferðarþrengsli í göngum er gjaldskylduhliðið. Hvaða vinur hans fær það góða verkefni að smíða ný göng?

Er enginn í ríkisstjórninni að hugsa um hvað er að gerast hjá kjósendum? Forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu fyrir kosningar hvað ætti að gera. Fella verðtryggingu og slá skjaldborg um heimilin í landinu. En eftir kosningar þá er það ekki lengur hægt, heldur allt lagt undir að bjarga fyrirtækjum og stækka hið opinbera.

Allt þetta staðfestir að eigi hafið þið samvisku. Hugsið bara um ykkar fólk en ekki fólkið á götunni. Virðist hafa gleymt því að þið starfið fyrir fólkið en ekki fyrir vini og kunningja. Þið ættuð að koma ykkur út úr ykkar vernduðu fílabeinsturnum og tala við fólkið á götunni.

Eða viljið þið virkilega að fólk fari að rækta kartöflur á Austurvelli?

Heimilin eru að sökkva og þið standið ekki við loforðin sem áttu að hjálpa heimilunum.

Halldór Sigurðsson, verkamaður.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is