— Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
ÞUNG umferð og tilheyrandi umferðartafir voru á Suðurlandsvegi í átt að höfuðborgarsvæðinu allt frá því snemma síðdegis í gær og fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Umferð var einnig þung á Vesturlandsvegi en tafir voru ekki nándar eins miklar.

ÞUNG umferð og tilheyrandi umferðartafir voru á Suðurlandsvegi í átt að höfuðborgarsvæðinu allt frá því snemma síðdegis í gær og fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Umferð var einnig þung á Vesturlandsvegi en tafir voru ekki nándar eins miklar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var umferð á Suðurlandi óvenjumikil miðað við síðustu helgi í júní og líktist ástandið fremur því sem skapast á mánudegi um verslunarmannahelgi.

Einna mestu tafirnar voru milli Hveragerðis og Selfoss þar sem þessi mynd var tekin síðdegis í gær. Í umferðaröryggismati frá október 2008 kemur fram að tvöföldun Suðurlandsvegar myndi fækka slysum verulega. Í öryggismatinu kemur fram að öll banaslys á veginum árin 2002-2006 urðu við það að ökutæki úr gagnstæðri átt mættust. Horfur eru á að fyrr verði ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga en tvöföldun Suðurlandsvegar.